Skip to main content
Börn og ungmenni

Dótt­ir­in reyn­ir að skemma ástar­sam­band móður sinn­ar Smart­land Mörtu Maríu

Sæl Val­gerður. 

Ég er kom­in í sam­band við mann sem skipt­ir mig miklu máli og planið er að fara að búa sam­an fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dótt­ir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyr­ir mér sam­bandið. Við höf­um búið tvær sam­an í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyr­ir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loks­ins þegar eitt­hvað er að ger­ast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyr­ir mér!

Mbk. Halla 

Komdu sæl Halla.

Það er ánægju­legt þegar fólk finn­ur ást­ina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki al­veg jafn lukku­leg­ir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dótt­ir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyr­ir þér sam­bandið eða ekki, er óvíst.

Flest börn eru nokkuð ör­ugg um ást og um­hyggju for­eldra sinna þegar dag­legt lífi þeirra er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Ástfangið for­eldri og nýtt stjúp­for­eldri kann að hrista upp í til­ver­unni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breyt­ing­ar geta bæði þótt til hins „betra og verra“. Lesa má svarið í heild sinni HÉR

 

Instagram