Sæl Valgerður
Ég er að hefja samband með manni sem á uppkomin börn með tveimur konum sem ekki eru sáttar við sambandið. Þær ljúga upp á mig, segja mig ömurlega og að ég henti ekki manninum mínum. Börnin vilja hafa samskipti við okkur en geta það ekki út af mæðrum sínum, sem ekki geta sleppt takinu af fortíðinni. Hvað er gott að gera í svona stöðu?
Börnin hans eru alltaf velkomin og mér finnst sjálfsagt að fá þau í heimsókn og langar að kynnast þeim betur en þá eru mæður þeirra farnar að hittast og plotta endalausar skítasprengjur gegn okkur. Maka minn langar að nálgast börnin sín en hreinlega vill ekki þurfa að standa í einhverju stríði og rugli frá sínum fyrrverandi konum. Það er eins og hann megi ekki vera hamingjusamur.
Kveðja, B
Komdu sæl B.
Það er ekki sjálfgefið að fyrrverandi mökum núverandi maka þíns líki vel við þig, jafnvel þó þú sért ágætismanneskja og viljir börnum þeirra vel. Ég veit heldur ekki hversu mikið mark þú átt að taka á skoðunum þeirra. Á sínum tíma virðist sem að þær hafi verið þeirrar skoðunar að þær hentuðu honum vel, en svo reyndist nú ekki vera – sjá svar í heild sinni hér.