Skip to main content
Flokkur

Ráðgjöf

Áttu rétt á styrkjum fyrir viðtöl eða námskeið?

Eftir Ráðgjöf

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið.

Hér að neðan eru tenglar á heimasíður þar sem nálgast má upplýsingar um styrki en athugið að listinn er ekki tæmandi.

Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.

Afl stéttarfélag

BHM

BSRB (Stéttarfélög í almennaþjónustu)

Efling

FFÍ (Flugfreyjufélag Íslands)

FÍA (Félag íslenskra atvinnuflugmanna)

Kennarasamband Íslands  

Kjölur (Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu)

LL (Landssamband Lögreglumanna)

Landsmennt (Fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni)

MATVÍS

Rafiðnaðarsamband Íslands

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara)

Sameyki (SFR)

Samband stjórnendafélaga

SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

Starfsafl

Starfsgreinasamband Íslands

Starfsmenntasjóður SVS (VR, LÍV, FVSA)

Verkfræðingafélag Íslands

VR 

AÐRIR

Vinnumálastofnun veitir einnig styrki

Félagsþjónusta og barnavernd í þínu sveitarfélagi

Af hverju ráðgjöf og fræðsla fyrir stjúpfjölskyldur?

Eftir Ráðgjöf

1. Í íslenskri rannsókn kom fram að 94% svarenda töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur þ.e. 60% mikla þörf og 34% nokkra þörf.

2. Margir halda fast í hefðbundnar hugmyndir um kjarnafjölskylduna og átta sig ekki á vaxandi margbreytileika í  fjölskyldusamsetningu okkar samfélags. Mikilvægt er að vekja athygli á margbreytileikanum svo hver og ein fjölskylda fái að vaxa og dafna á eigin forsendum eins og hún hefur alla burði til.

3. Algengt er að fólk fari í fleiri en eina sambúð eða gangi að ný í hjónaband eftir skilnað. Í mörgum tilvikum á annar eða báðir aðilar barn eða börn úr öðrum samböndum.

4. Stór hluti Íslendinga þekkja til stjúpfjölskyldna á einn eða annan hátt. Nákvæm tölfræði um heildarfjölda þeirra sem tengjaststjúpfjölskyldum er ekki til.

5. Stjúpfjölskyldur eru flóknari heldur en kjarnafjölskyldur þ.e. fjölskyldur þar sem öll börn eru sameiginleg parinu sem hana stofna og verkefnin því annarskonar að mörgu leyti. Margir átta sig ekki á þessum mun og reyna að nota kjarnafjölskylduna sem fyrirmynd sem getur skapað vandamál sem hægt er að komast hjá.

6. Heilbrigðar fyrirmyndir stjúpfjölskyldna eru fágætar í fjölmiðlum og samfélagsleg gildi og viðmið ógreinileg varðandi hlutverk í stjúpfjölskyldum.  Þessvegna er mikilvægt fyrir stjúpfjölskyldur að vinna saman að reglum og hlutverkaskipan í fjölskyldunni.

7. Stuðningur við stjúpfjölskyldur er af skornum skammti hjá opinberum aðilum og samfélagslegum stofnunum.

8. Óuppgerð mál og samskipti við fyrrverandi maka sem snúast ekki um börnin geta haft töluverð áhrif á stjúpfjölskylduna.

9. Í stjúpfjölskyldum eru einstaklingar með ólíkan bakgrunn og fjölskyldusögu og því er mikilvægt að ýta undir skilning og samkennd með réttri ráðgjöf og viðeigandi upplýsingum.

10. Stjúpfjölskyldur hafa alla burði til að vegna vel, rétt eins og aðrar fjölskyldur.

 

Instagram