Skip to main content
Börn og ungmenniSkilnaðurStjúptengsl

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Hæ Val­gerður. 

For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan nú­ver­andi mann­in­um mín­um um tví­tugt og var mikið heima hjá hon­um. Þannig að ég kynnt­ist stjúp­for­eldr­um mín­um lítið,  annað var með yngri syst­kyni mín sem voru að fara á milli heim­ila. Mér líður í dag eins og hafi verið ein­hvern­veg­in „skil­in eft­ir“ og er pirruð út í for­eldra mína, sér­stak­lega pabba og kon­una hans. Það er ekki gert ráð fyr­ir mér eða mín­um börn­um.  

Kveðja, E

 

Komdu sæl E.

Það er vond til­finn­ing að upp­lifa sig útund­an, sama á hvaða aldri maður er. Það virðist því miður koma fyr­ir að for­eldr­ar átti sig ekki á mik­il­vægi sínu í lífi eldri barna sinna við skilnað og mynd­un nýrr­ar stjúp­fjöl­skyldu, það er þeirra sem ekki telj­ast börn leng­ur í laga­leg­um skiln­ingi. Af­skipta­leysi þeirra, sem og stjúp­for­eldra, er oft rétt­lætt með því að börn­in séu orðin svo stór eða full­orðin og að þau þurfi ekki á þeim að halda. Í sum­um til­vik­um virðist vera litið svo á, að stóru börn­in séu „miklu eldri“ en jafn­aldr­ar þeirra sem búa með báðum for­eldr­um sín­um eða stjúp­börn­in sem telj­ast búa á heim­ili þeirra.

Yngri börn lúta oft­ast ein­hverju um­gengn­is­fyr­ir­komu­lagi sem trygg­ir þeim reglu­leg sam­skipti við báða for­eldra eft­ir skilnað og ná að viðhalda nauðsyn­leg­um tengsl­um við þá. Eigi þau stjúp­for­eldri, stjúp­systkinu og/​eða hálf­systkini fá þau á sama tíma tæki­færi til að kynn­ast og mynda tengsl. Það get­ur því verið auðvelt að upp­lifa að „vera skiln­inn eft­ir“ sé ekki passað upp á tengsl­in við eldri börn­in. Systkini þín eru orðin hluti af fjöl­skyldu sem þér finnst hvorki þú né börn­in þín til­heyra. Mögu­lega að þið fáið ekki þann stuðning sem þið þarfn­ist. Sjá framhald hér.

 

Instagram