„Ég var að skoða tölur yfir tímabilið frá 1994 til 2011 og þar kemur í ljós að 41,8% barna hafa fæðst hjá einhleypri móður, farið í gegnum sambúðarslit með foreldrum eða skilnað. Það er svipað hlutfall milli þessara þriggja þátta. VIð getum því gert ráð fyrir því að mjög stór hluti barna hér á landi tilheyri stjúpfjölskyldum. Ef við skoðum þetta frá annarri hlið, þá vitum við að skilnaðir hér eru nokkuð algengir og fólk fer tiltölulega fljótt í ný sambönd. Það er íslensk rannsókn, reyndar frá 2008, sem sýnir að fjórðungur fólks er kominn í samband innan árs og um 70% innan fjögurra ára. Þannig að það eru mjög margir sem tengjast stjúptengslum á einn eða annan hátt,“ segir Valgerður. Lesa má og hlusta á viðtalið í heild hér.
Stór hluti íslenskra barna á aðild að stjúpfjölskyldu en samfélagið er blint á það. Stjúptengsl eru ekki skráð hjá hinu opinbera og félagslegur stuðningur við stjúpfjölskyldur er ónægur. Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi sem hefur sérhæft sig í stjúptengslum. Stjúpbörnum er hlutfallslega oftar beint í sértæk úrræði á vegum Barnaverndarstofu en öðrum börnum.
Stór hluti barna tilheyrir stjúpfjölskyldum