Gísli Ólafsson er tveggja barna faðir sem leggur áherslu á að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Hann segir skýran ramma og væntumþykju mikilvæga á jólunum og mælir með því að setja börnin í forgrunn um jólin. Gísli býr í Laugardalnum ásamt unnustu sinni Helenu og börnum þeirra tveimur. Gísli á soninn Þórð Óla, sex ára, og stjúpdótturina Viktoríu, átta ára. Hann er forstöðumaður á frístundaheimili og hefur unnið með börnum og unglingum á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg síðastliðin tíu ár. Hann segir að jólin séu fjölskylduhátíð. Lesa má viðtalið í heild sinni hér