Það er gagnlegt að hafa í huga að ekki er alltaf auðvelt að meta hvort hegðun sé ásættanleg eða ekki, aðstæður skipta máli.
Foreldar er líklegri til að dæma hegðun barna sinna á annan hátt en stjúpforeldar.Ef fimm ára gutti ýtir mömmu sinni frá pabba hans þar sem þau kúra í sófanum og segist eiga pabba einn einn, þykir hann bara sætur og foreldrarnir draga hann til sín og knúsa hann bæði. Hinsvegar ef hann ýtir stjúpmóður sinni til hliðar og segist eiga pabba einn er hætta á að hann sé talinn stjórnsamur, stjúpan upplifir höfnun og pabbinn vandræðagang taki fólk hegðun hans persónulega. En það má líka hafa í huga að framkoma stjúpforeldar er oft dæmd harðar en foreldra. Í rannsókn Claxton-Oldfield (1992) kom í ljós að sambærileg hegðun stjúpforeldris og foreldris var dæmd ólíkt. Agaaðferðir stjúpforeldra voru sagðar harðari en foreldra, en engin munur á þegar sýnd var ást og hlýju.Það er því ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar kemur að því að velja sér hlutverk, setja reglur og meta hegðun fólks. Allir vilja upplifa sanngirni og því vænlegra að leyfa fólki að njóta vafans en að ætla því eitt eða annað. Á það bæði við um börn og fullorðna. Sé samkomulag á heimilinu um hlutverk stjúpforeldris, reglur skýrar og sanngjarnar er miklum árangri náð.
Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi