Stjúpuhittingur
Helgarnámskeið & eitt kvöld
kr. 32.000
Að hitta aðrar stjúpur í svipuðum sporum er bæði hjálplegt og skemmtilegt. Æfingar fræðsla og umræður í hóp um hið flókna hlutverk stjúpmóðurinnar eykur líkur á að hver og ein finni hlutverk sem hentar. Margar stjúpur hafa eignast á Stjúpuhittingi sínar bestu trúnaðarvinkonur og stuðningsaðila í stjúpuhlutverkinu
Á námskeiðinu er fjallað m.a. um:
Hlutverk stjúpmæðra, samskipti við fyrrverandi maka/barnsmóður, mörk, verkaskiptingu, agamál, fjármál, samskipti í stjúpfjölskyldum, heimilisreglur og hvernig megi efla og nýta stuðningsnetið.
Um 80% stjúpmæðra hafa haldið áfram að hittast eftir að námskeiðinu lauk eða hafa hug á því að hittast næsta vetur. Allir hóparnir eru með lokaðan feisbúkkhóp – þar sem konurnar ræddu áfram sín á milli.
Umsagnir um námskeiðin í námskeiðsmati:
„það var gott að vita að ég ein ber ekki ábyrgðina á þvi hvernig gekk í fjölskyldunni“
„Mér fannst gott að fá það staðfest að ég var á réttri leið“
„Það var svo gaman að kynnast þessum konum í hópnum og finna hvað það var gott að geta tjáð sig um þessi mál án þess að eiga hættu á að vera dæmd“
„Að geta fengið góð ráð frá leiðbeinanda og konunum í sömu sporum. Ég er öruggari í minni stöðu og líður almennt betur“
„Litið um fyrirlestra heldur tekist á við raunveruleikann eins og hann birtist okkur í umræðum, maður lærði af vanda annarra. Auk þess veitti vellíðan að hafa tekið þátt í umræðu til að aðstoða aðra. Gott að fá fram mörg sjónarmið. Persónulegt og traust vekjandi umhverfi“
„Að fá skilning“
Kennslufyrirkomulag: Stutt erindi, verkefni, umræður, myndir og heimaverkefni.
Fjöldi þátttakenda: Hópurinn er lokaður – hámark 6 til 8 konur
Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir er félagsráðgjafi, MA. Hún hefur einnig lokið BA prófi í stjórnmálafræði og kennslu – og uppeldisfræði til starfsréttinda og sáttamiðlun.
Hvenær og klukkan hvað? Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Föstudagskvöld frá kl. 18.00 til 21.00 laugardagur 9 til 14.00 og síðan þriðjudagskvöld eftir tvær vikur frá . kl. 19.30 til 21.30
Innifalið eru kaffiveitingar og kennsluefni Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína.
[wc_quick_buy label=“BÓKA HÉR“ product=“1843″]