Sterkari saman 6.9.-7.9. og 19.9.24

kr. 88.000

„Mikið vildi ég að við hefðum komið fyrr, það er svo margt sem hægt hefði verið að fyrirbyggja“.

Það má læra ýmislegt um stjúptengsl og vera  um leið betur undurbúin undir áskoranir stjúpfjölskyldunnar og bregðast við þeim á uppbyggilegan máta með því að sækja námskeið. Nú svo má læra hagnýt atriði til að vinda ofan af hlutum semn reynist oft flókið verkefni.  Flestum finnst það ánægjulegt að eiga tíma með fólki í svipuðum sporum, hægt er að læra að takast á við hlutina á nýjan máta, miðla og fá stundum staðfestingu á að hlutirnir eru í góðu lagi.

Um 94% fráskilinna íslenskra foreldra töldu þörf á sértækri ráðgjöf og fræðslu um stjúptengsl. Þrátt fyrir margbreytileika stjúpfjölskyldna benda rannsóknir til að þær eigi margt sameignlegt. Algengt er að hlutverk stjúpforeldra vefjist fyrir þeim sjálfum og foreldrum sem eru óvissir um hvaða kröfur eigi eða megi gera til stjúpforeldra. Samskipti við núverandi maka sem og fyrrverandi maka (barnsföður/barnsmóður) valda víða streitu og álagi. Bæði börn og fullorðnir geta upplifað sig á jaðri fjölskyldunnar. Spurningar eins og hver á að borga fyrir hvern og hvern er hægt að biðja um aðstoð eru algengar, sem og hver má aga hvern?

Fjallað verður m.a. um:

  • Helstu áskoranir stjúpfjölskyldna
  • Samskipti og samstarf stjúpforeldris og foreldris á heimilin
  • Sorg og missir sem mikilvæg er að koma auga á – stjórnun breytinga
  • Hlutverk stjúpforeldra – þáttur foreldra – aðkoma að agamálum
  • Hefðir – venjur og heimilisreglur
  • Fjármál
  • Tengsl stjúpforeldr og barna, tengsl foreldra og barna
  • Foreldrasamvinnan – innan og utan fjölskyldunnar
  • Persónulega færni

Umsagnir þátttakenda

  • Allir þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið í heild sinni og gátu mælt með því við aðra.
  • „Námskeiðið ætti að vera skyldunámskeið fyrir alla!“
  • „Gott að fá tækifæri til að ræða við makann á þessum forsendum – fara yfir mögulegar lausnir á vandamálum“
  • „Margir gagnlegir punktar sem munu nýtast vel – og ekki síður áhugavert að fá innsýn í reynslu annarra í svipuðum sporum“
  • „Námskeiðið í heild var áhugavert. Gott að fá áminningu hvernig við búum til „við“
  • „Fá upplýsingar og dæmi og læra hvað er eðlilegt í stjúpfjölskyldum – og gera ekki kröfur á sig að vera eins og kjarnafjölskylda“
  • „Tímalengdin fín – gott að hafa námskeiðið um helgi, minna stress og fjöldinn passlegur til að geta rætt hlutina“
  • „Mér fannst gott að koma eitt kvöld hálfum mánuði seinni til að spyrja frekar út í það sem við höfðum lært“
  • „Mig langar á framhaldssnámskeið!“
  • Umhverfið kom skemmtilega á óvart – sem gerði það að verkum að maður upplifiði hlutina svo eðlilega“

Kennslufyrirkomulag:  Stutt erindi, verkefni, umræður, myndir og heimaverkefni.

Fjöldi þátttakenda: . Hópurinn er lokaður

Verð: 84.00o á par.  (má skipta greiðslu. Fyrirspurn send á stjuptengsl@stjuptengsl.is). Námskeiðið er ekki endurgreitt nema að það falli niður vegna ónógrar þátttöku.

Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir er félags- og fjölskylduráðgjafi, MA. Hún hefur einnig lokið BA prófi í stjórnmálafræði og kennslu – og uppeldisfræði til starfsréttinda  og sáttamiðlun.

Hvenær og klukkan hvað? Námskeiðið er oftast haldið á höfuðborgarsvæðinu nema ef næg þátttaka fæst eru hægt að færa það út á land. Það er á föstudagskvöldi frá kl. 18 til 21, laugardagur 9 til 14.00 og síðan fimmtudagskvöld eftir tvær vikur frá . kl. 19.00 til 21.00. Alls 10 tímar.

Námskeiðið er alls 10 tímar. Flest stéttarfélög  greiða niður námskeið fyrir sína félagsmenn og viðtöl við viðurkennda meðferðaraðila.