Fæðing barns í stjúpfjölskyldu. Einkanámskeið eftir samkomulagi.

kr. 29.000

Fæðing barns er venjulega fagnaðarefni í hvaða fjölskyldu sem er. Í stjúpfjölskyldum er sameignlega barnið oft nefnt „litli brúarsmiðurinn“  þar sem bæði stjúpbarn og stjúpforeldri eru líffræðilega tengd barninu. Flestir eru meðvitaðir um að mikilvægi góðs undirbúnings fyrir fæðingu barns. Í stjúpfjölskyldum er hann ekki minna mikilvægur,  nema síður sé. Viðbótarverkefnin eru sérstök, þarfir oft ólíkar og stjúptengsl viðkvæm. Flestir þurfa á góðri aðstoð að halda þegar sameina þarf, ólíkar þarfir foreldra, eigin barna og stjúpbarna. Gott bakland er því mikilvægt og má virkja. Bjóða má fleirum með á námskeiðið fyrir aukaþóknun.

Sjá nánari lýsingu hér neðar..

Lýsing

Stjúpmóður getur t.d. þó maki sinn vera meira upptekinn af því að passa að börn sín úr fyrra sambandi, að þau upplifi sig ekki útundan,  en að veita henni og nýfæddu barni þeirra stuðning,   athygli og þann tíma sem þau þurfa á að halda. Makanum getur þótt stjúpforeldrið ekki sýna hlutverki hans sem föður/móður með börn úr öðru sambandi skilning og upplifað sig milli steins og sleggju sé fæðingin ekki undirbúin. Með góðum undirbúningi má komast hjá óþarfa árekstrum, gera tímann ánægjulegan og gefandi.

Á örnáskeiðinu verður stuttlega fjallað um helstu áskoranir í stjúpfjölskyldum vegna fæðingar barns og hvernig má koma á móts við ólíkar þarfir fjölskyldumeðlima og virkjað tengslanetið. Þetta er tilvalið tækifæri til að fá alla þa aðila sem verða parinu/foreldrinu innan handar í kringum fæðinguna.

  • Klukkan hvað?  90 mínu. eftir samkomulagi
  • Kostnaður: .29.000 fyrir parið. Vilji foreldrar bæta fleirum á námskeiðið er það 5000 kr. á viðbótaraðila.
  • Leiðbeinandi: Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi, MA