Samstarf skóla við heimili barna í stjúpfjölskyldum 27.8.24

kr. 26.000

  • Hvernig snýr fagfólk sér þegar kemur að samstarfi við foreldra og stúpforeldra á einu eða tveimur heimilum? Er það lögheimilið sem látið er ráða eða persónulega skoðun starfsmannsins? Hverjum má veita upplýsingar? Er pláss fyrir stjúpforeldri á foreldrafundi? Á að bjóða upp á einn eða fleiri fundi vegna barns sem á foreldra á tveimur heimilum? Hver er í stjúpfjölskyldunnni og hvaða máli skiptir það?

     

Lýsing

 


Á námskeiðinu verður fjallað stuttlega um:

  • Hvernig kennarar/leikskólakennarar/ þjálfarar barna í stjúpfjölskyldum geti undirbúið sig og átt góða samvinnu við báða foreldra sem og stjúpforeldra á foreldrafundum og öðrum uppákomum tengdum skóla og tómstundum þeirra.
    • Stjúpblindu samfélagsins
      • Sum vel meinandi verkefni skóla, sem og ráðgjöf til fjölskyldna með börn á tveimur heimilum geta óvart valdið aukinni streitu, þegar ætlunin var að draga úr henni.
      • Verkefni sem börnum er ætlað að leysa með „einu blaði“.
    • Helstu áskoranir og sérstöðu stjúpfjölskyldna
    • Hvernig undirbúa megi betur erfiðar aðstæður fyrir börn.
    • Foreldraviðtöl – hvernig megi undirbúa þau og boða. Er fagfólk að auka á óþarfa streitu?
    • Ráðgjöf til foreldra og stjúpforeldra.

Að námskeiðinu loknu ætti starfsmaður skóla:

  • að þekkja helstu áskoranir stjúpfjölskyldna
  • geta tekið þátt í mótun fjölskyldustefnu skóla sem tekur m.a. mið af börnum sem eiga tvö heimili.
  • vera betur í stakk búinn fyrir foreldraviðtöl við foreldra/stjúpforeldra
  • Að geta „normalíserað“ og veitt ráðgjöf upp að vissu marki til foreldra/stjúpforeldra.

Námskeiðið er kennt frá 14.30 til 17.00 en ef vilji er fyrir hendi hjá einstaka stofunum að Valgerður komi á vinnustað með erindi, styttra eða lengra á starfsdegi eða fundi er það samkomulagsatriði.

Kennari námskeiðsins er Valgerður Halldórsdóttir:

  • Hún hefur lokið MA námi í félags- og fjölskylduráðgjöf(MSW),  sáttameðferð, kennslu- og uppeldisfræði, BA í stjórnmálafræði auk MA námskeiða í blaða -og fréttamennsku auk fjölda námskeiða. Hún er bæði með starfsleyfi frá Landlækni og Menntamálaráðuneytinu.

Starfsreynsla

  • Hún hefur rekið eigin meðferðarstofu Vensl og heimasíðuna stjuptengsl.is frá 2004.
  • Hún er  sérfræðingur í málefnum barna og sáttamaður hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá 2018.
  • Vinna fyrir barnaverndarnefndir/sveitarfélög, lögmenn,  tilfallandi verkefni.
  • Kennsla um stjúptengsl/sáttameðferð í fjölskyldumeðferðarnámi við EHÍ og við félagsráðgjafadeild HÍ.
  • Hún hefur skrifað fjöldan allan af greinum um fjölskyldumál og er höfundur bókarinnar „Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl“ sem kom út hjá Forlaginu haustið 2012

Áður

  • Hún var aðjúnkt við Háskóla Íslands frá árinu 2012 til 2020 þar til hún sagði upp vegna anna, og kenndi bæði á MA og BA stigi m.a. vinsælt námskeið um skilnað og stjúptengsl.
  • Fram að þeim tíma var hún framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands, kom við á félagsþjónustunni í Reykjavík, framhaldsskólakennari við MS og FB, skólafélagsráðgjafi í Lækjarskóla og Setbergsskóla í Hafnarfirði – og Menntaskólanum við Sund.