Við hjónin eigum von á okkar fyrsta sameignlega barni í júlí og erum mjög spennt. Þetta er hennar fyrsta barn en ég á fyrir tíu ára dóttur. Aðal áhyggjuefni konunnar minnar eru hvort og þá hvernig hún verði hjá okkur þegar barnið fæðist og fyrst á eftir. Ég skil ekki alveg þessar áhyggjur en mig langar að dóttir mín verði hjá okkur og vil ekki að henni finnist hún vera útundan.
Kveðja,
Hjalti
Komdu sæll Hjalti.
Af bréfi þínu má ráða að þú og konan þín hafið ekki alveg sömu hugmyndirnar um hvernig hlutirnir eigi að vera þegar ykkar sameiginlega barn kemur í heiminn. Þú ert að verða faðir í annað sinn og konan þín móðir í fyrsta sinn, þannig að þið komið dálitið ólíkt að hlutunum og þarfir ykkar mögulega ólíkar. Sumum stjúpforeldrum finnst ekkert mál þó stjúpbörnin séu á heimilinu frá degi eitt meðan aðrir vilja fá tíma út af fyrir sig með nýja barninu og maka. Lesa má svarið í heild sinni hér.