Lýsing
Námskeiði er fyrir stjúpmæður, konur sem eiga maka, kærasta eða kærustu sem á barn eða börn úr öðru sambandi.
Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga í vikunni.
- Valgerður mun ræða um hlutverk stjúpmæðra og þær fjölbreyttu tilfinningar sem fylgja því. Margar konur eru óvissar um hvað sé viðeigandi að gera og segja, eða hvort tilfinningar þeirra séu réttmætar. Á námskeiðinu verður farið yfir algengar spurningar sem tengjast þessu hlutverki, til dæmis hvenær sé við hæfi að leiðbeina stjúpbörnum, hvernig megi styrkja tengsl við þau, bæta eigið andlegt jafnvægi, efla sambandið og draga úr áhrifum fyrrverandi maka.
- Stjúpmæður upplifa oft skort á stuðningi, viðurkenningu og fræðslu, sem getur leitt til þess að þær finni fyrir stjórnleysi í lífi sínu. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað þær geta sjálfar haft áhrif á og mótað í eigin aðstæðum.
- Hrefna leiðir okkur inn í heim jákvæðrar sálfræði þar sem við vinnum með seiglu, styrkleika og bjartsýni, prófum inngrip á eigin skinni og lærum að beina athyglinni að því sem raunverulega skiptir máli.
Dagarnir samanstanda af:
-
Fyrirlestrum og hópavinnu (alls 24 klukkustundir yfir 4 daga). Innlegg og hópavinna, fyrir hádegi í 3 tíma frá kl. 9.00 til 12.00 og innlegg og hópavinna eftir hádegi í 3 tíma frá kl. 13.00 til 16.00.
Námskeiðið er í fjóra daga, og skipta þær Valgerður og Hrefna deginum á milli sín.
-
Valfrjálsri þátttöku í hugleiðslu, hláturjóga og Qi gong.
-
Frjálsum tíma til að kanna eyjuna, njóta menningar, strandlengja og náttúrufegurðar Gran Canari
Valgerður Halldórsdóttir er félags- og fjölskylduráðgjafi, MA og ritstjóri stjuptengsl.is. Hún hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu og er bæði með persónulega reynslu – og faglega þekkingu á stjúptengslum. Hún er m.a. menntaður félags- og fjölskylduráðgjafi og með sérfræðiviðurkenningu í fjölskylduráðgjöf. Valgerður býður upp á ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur og hefur haldið fjölmörg námskeið um stjúptengsl. Jafnframt hefur hún skrifað fjölda greina og gaf út bókin “Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl (Forlagid.is).
Hrefna Guðmundsdóttir vinnu og félagssálfræðingur, MA. Ritstjóri hamingjuvisir.com. Einn af stofnendum og fyrsti formaður félags um jákvæða sálfræði. Framhaldsskólakennari og rak félagsmiðstöð um skeið. Með markþjálfunarréttindi og býður upp á sjálfseflandi námskeið m.a. fyrir einstaklinga í Virk og hjá Endurmenntun Háskólans á Akureyri. Er aðstoðarkennari í Jákvæðri leiðtogafærni og í áfanganum Stjórnað af list, í MA námi í Háskólanum á Bifröst. Munum krydda með hláturjóga og Qi gong undir berum himni. Höfundur að bókunum:
,,Why are Icelanders so Happy?” (2018) og ,,From Reykjavík to Penang, Stories of Love and Happiness” (2024).

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hjá Heillandi heimi og hjá leiðbeinendum námskeiðsins: Valgerði Halldórsdóttur [email protected] og Hrefnu Guðmundsdóttur [email protected]

