Viltu eignast vinkonu sem skilur þig?
Að hitta aðrar stjúpur í svipuðum sporum er bæði hjálplegt og skemmtilegt. Æfingar, fræðsla og umræður í hóp um hið flókna hlutverk stjúpmóðurinnar eykur líkur á að hver og ein finni hlutverk sem hentar. Margar stjúpur hafa eignast á Stjúpuhittingi sínar bestu trúnaðarvinkonur og stuðningsaðila í stjúpuhlutverkinu
Ath. Stjúpuhittingur er ætlaður konum sem hafa sótt örnámskeiðið „Hvert er hlutverk stúpmæðra?“ eða námskeið fyrir pör, örnámskeið eða lengri námskeið.
Á námskeiðinu er fjallað m.a. um:
Hlutverk stjúpmæðra, samskipti við fyrrverandi maka/barnsmóður, mörk, verkaskiptingu, agamál, fjármál, samskipti í stjúpfjölskyldum, heimilisreglur og hvernig megi efla og nýta stuðningsnetið.
Um 80% stjúpmæðra hafa haldið áfram að hittast eftir að námskeiðinu lauk eða hafa hug á því að hittast næsta vetur. Allir hóparnir eru með lokaðan feisbúkkhóp – þar sem konurnar ræddu áfram sín á milli.
Kennslufyrirkomulag: Stutt erindi, verkefni, umræður og heimaverkefni.
Fjöldi þátttakenda: Hópurinn er lokaður – hámark 6 til 8 konur
Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir er félags- og fjölakylduráðgjafi, MA. Hún hefur einnig lokið BA prófi í stjórnmálafræði og kennslu – og uppeldisfræði til starfsréttinda og sáttamiðlun.
Hvenær og klukkan hvað?
Námskeiðið er í sex vikur: 4.12.24, 11.12.24, 18.12.24, 8.1.25 og 15.1.25. Námskeiðið er 12. tímar. Mörgum finnst þetta mikil skuldbinding í fyrstu en flestar vilja ekki hætta – og búa til sína eigin hópa eftir 6. vikur 🙂
Hvar? Merkurgata 2b, Hafnarfirði
Innifalið eru kaffiveitingar og kennsluefni. þátttakendur geta fengið hnetur og ávexti, en er annars alveg velkomið að taka með sér nesti.
Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína.