Stjúptengsl fyrir fagfólk 29. ágúst – 13.september 2024

kr. 170.000

Kennari:

Valgerður  Halldórsdóttir hefur lokið MA námi í félags- og  fjölskylduráðgjöf(MSW),  sáttameðferð, kennslu- og uppeldisfræði, BA í stjórnmálafræði auk MA námskeiða í blaða -og fréttamennsku. Hún hefur jafnframt tekið fjölda námskeiða á hinum ýmum sviðum er snerta starf hennar s.s. um handleiðslu, ofbeldi,  kvíði, stjórnsýslu- og stjórnsýslulögum. Nýjustu námskeiðin sem eru  Forensic Interviewing of Children Training á vegum National Children’s Advocasy Center (2022),  Child Inclisive Mediation (2021), Attachment, Neurodevelopment and Psychopathologt (Tavistoc 2021-2022), Eftirlit með umgengni (Tengslamat, 2022).

Hún er með starfsleyfi Landlæknis sem félagráðgjafi  og Menntamálaráðherra sem framhaldsskólakennari.

Valgerður er jafnframt sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

 

Forkröfur um menntun:

  • Nemendur skulu að lágmarki hafa Ba próf eða Bs próf.

Kennslufyrirkomulag:

  • Fyrirlestrar, hóp- og paravinnavinna,  verklegar æfingar. Rík áhersla er á þátttöku nemenda í tímum.

Námsmat:

• Ritgerð/skýrsla/stefnumótun/tímritsgrein tengda vinnustað viðkomandi, gildir 60%. Verkefni skal skilað eigi síðar en 25. febrúar 2023 í tölvutæku formi á netfangið stjuptengsl@stjuptengsl.is
• Nemendur sem það vilja nýta geta fengið góða handleiðslu á verkefni sitt.
• Þátttaka, örverkefni og verklegar æfingar – skýrsla, gildir 40%.

Kennsludagar 2023

  • 16. janúar frá kl. 13.00 til 17.00
  • 17. janúar frá 8.30 til 12.30
  • 18. janúr frá 8.30 til 12.30
  • 13. febrúar kl. 8.30 til 15.20 (verkleg þjálfun)
  • 14. febrúar kl. 8.30 til 15.20 (verkleg þjálfun)

Hægt er að fá senda nánari kennsluáætlun fyrir þá sem þess óska. Netfangið er stjuptengsl@stjuptengsl.is

Útskrift og kynning lokaverkefna verður nánar auglýst síðar.

Kennari hefur kennt svipað námskeið en mun styttra við Félagsráðgjafadeild HÍ.

 


Umsagnir nemenda:

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, Artþjálfi og iðjuþjálfi

„Námskeiðdagarnir um stjúpfjölskyldur og endurgerð fjölskyldusamskipta hafa verið lærdómsríkir og hvetjandi. Sjaldan sem maður hefur aðgang að sérfræðingi á þennan máta þ.e. að geta setið
augliti til auglits, spurt og rýnt. Auk þess er það að vera á námskeiði með öðrum fagaðilum er
alltaf dýrmætt því það víkkar sjónarhringinn enn frekar.

Katrín Þrastardóttir, VerkefnastjóriART teymis. Katrín er Fjölskyldu ART ráðgjafi, ART þjálfari og með Sálfræði BSc.

„Mér þótti námskeiðið gríðarlega upplýsandi, skemmtilegt og gagnlegt.  Stjúpfjölskyldur geta vegna þrýstings samfélagsins, átt erfitt með að viðurkenna það að fjölskyldumynstur þeirra sé ef til vill flóknara, og þær þurfi meiri stuðning. Síðan fær stjúpforeldrið jafnan hól frá samfélaginu fyrir að ganga í öll hlutverk kynforeldris þegar það er ekki endilega það besta fyrir stjúpfjölskylduna“

Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir

„Ég held að stúpblinda samfélagsins sé helst það sem getur verið hamlandi í starfi sem mínu. Ég er vön að ræða hluti eins og samskipti parsins og gagnkvæman stuðning eftir fæðingu, stuðning stórfjölskyldu við foreldra og aðlögun eldri systkina. Sé það gert án tillits til flókinna tengsla stjúpfjölskyldna getur það verið skaðlegt og jafnvel ýtt undir tilfinningu um útilokun ákveðinna fjölskyldumeðlima. Allt þetta þarf að nálgast á annan hátt en áður séu stjúptengsl til staðar“.

Björk Erlendsdóttir, náms- og starfsráðgjafi,  skólafélagsráðgjafi.

„Eftir að hafa setið námskeiðið sé ég meiri þörf á að auka fræðslu til samstarfsfólks um sérstöðu stjúpfjölskyldna. Nemendur geta verið að ganga í gegnum miklar breytingar t.d. vegna skilnaðar foreldra eða foreldris og stjúpforeldris, nýrra stjúptengsla , flutninga og búsetu á tveimur heimilum og ná oft ekki að  fylgja þeim fullorðnu eftir. Það getur því reynst erfitt að einbeita sér og haft áhrif á námsárangur, mætingar og stuðning að heiman. Stundum bætist líka við óöryggi fagfólks að vita ekki við hvern á að hafa samband og hvernig nýta má baklandið“.

Fanney Jónsdóttir, fjölskyldufræðingur

Námskeiðið var í allastaði frábært. Valgerður er hafsjór af fróðleik þegar kemur að stjúptengslum og hef ég verið að nýta mér efnið í viðtölum á minni stofu í vinnu með stjúpfjölskyldum og pörum þar sem börn af fyrra sambandi koma við sögu.

 

Lýsing


Hætta er á að fagfólk ali óvart á streitu í stjúpfjölskyldum í stað þess að draga úr henni þekki það ekki til  sérstöðu þeirra og taki mið af henni við allra ráðgjöf. 

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem lokið hefur háskólaprófi og starfar með börnum og  unglingum sem eiga foreldra á tveimur heimilum og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Jafnframt með fullorðnu fólki sem eiga börn sem tilheyra tveimur eða fleiri heimilum og foreldrum (óháð aldri barna) sem eru komnir eru í ný sambönd, sem og  öfum -og ömmum sem eiga uppkomin fráskilin börn og/eða stjúpbarnabörn.

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu á málefnum stjúpfjölskyldna, áskorunum þeirra og sérstöðu. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig málefni stjúpfjölskyldna snerta störf þátttakenda og áskoranir fagmannsins. Jafnframt er fjallað um og æfð meðferðarvinna með stjúpfjölskyldum. Þá er athygli beint að stefnumótun og þjónustu við stjúpfjölskyldur.

Hægt er að sækja m.a. um styrk hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna og vísindasjóðum stéttarfélaga. Sveitarfélög hafa líka styrkt sína starfsmenn til að taka þátt.

Unnin eru hagnýt verkefni sem nýta má til að bæta ráðgjöf, verklag, umræðu og auka þekkingu á vinnustað, sem og í einkalífi. Hér má sjá afrakstur eins nemanda í Ljósmæðrablaðinu „Þegar stjúpmóðir verður móðir“ bls. 56.

Námskeiðið veitir þér: 

  • Markvissa viðbótar þekkingu og verkfæri til að vinna með stjúptengsl.
  • Aukna hæfni til þess að leiðbeina og vinna með stjúpfjölskyldum.
  • Bæta verklag á vinnustað sem tekur á stjúpblindu samfélagsins (sjá m.a. stjórnarsáttmála Reykjavíkurborgar).
  • Tækifæri til að vinna hagnýtt verkefni sem tekur mið af þinni fagþekkingu og vinnustað.
  • Námskeið sem nýta má upp í sérfræðileyfi (samsvarar 5 einingum).

Kennsludagar:

  • 29. ágúst frá kl. 13.00 til 17..00
  • 30. ágúst frá kl. 9.00 til 16.00
  • 9. september frá kl. 9.00 til 16.00 (m.a. viðtalsæfingar)
  • 13. september frá kl. 8.30 til 12.30
  •  Einkatími eftir samkomulagi

Óskir þú eftir kennsluáætlun eða frekari upplýsinga má senda póst á stjúptengsl@stjuptengsl.is.

Umsagnir nema 

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, Art þjálfi og iðjuþjálfi

„Námskeiðs dagarnir um stjúpfjölskyldur og endurgerð fjölskyldusamskipta hafa verið lærdómsríkir og hvetjandi. Sjaldan sem maður hefur aðgang að sérfræðingi á þennan máta þ.e. að geta setið
augliti til auglitis, spurt og rýnt. Auk þess er það að vera á námskeiði með öðrum fagaðilum er
alltaf dýrmætt því það víkkar sjónarhringinn enn frekar.

Katrín Þrastardóttir, Verkefnastjóri ART teymis. Katrín er Fjölskyldu ART ráðgjafi, ART þjálfari og með Sálfræði BSc.

„Mér þótti námskeiðið gríðarlega upplýsandi, skemmtilegt og gagnlegt.  Stjúpfjölskyldur geta vegna þrýstings samfélagsins, átt erfitt með að viðurkenna það að fjölskyldumynstur sé ef til vill flóknara, og þær þurfi meiri stuðning. Síðan fær stjúpforeldrið jafnan hól frá samfélaginu fyrir að ganga í öll hlutverk kynforeldris þegar það er ekki endilega það besta fyrir stjúpfjölskylduna“

Eyrún Guðmundsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri Fjölskyldusviðs,

„Ég mæli með námskeiði um stjúptengsl hjá Valgerði Halldórsdóttur. Áhersla er á mikilvægi þess að slík fjölskyldugerð sé viðurkennd og að þar hafi allir hlutverki að gegna sem vinna með fólki. Hún hefur af mikilli fagþekkingu að miðla og varpar skýru ljósi á fjölbreytt og sérstök úrlausnarefni í samskiptum innan stjúpfjölskyldna. Þekking á þeim samskiptamynstrum sem einkenna slíkar fjölskyldur umfram aðrar og því sem býr þar að baki, nýtist öllum sem á annað borð vinna með félagslegar aðstæður, barna jafnt sem fullorðinna. Farið er yfir lausnir og gagnleg úrræði og hvað ber að varast. Valgerður setur efni sitt fram á líflegan og skemmtilegan hátt og virkilega gaman á námskeiðinu hjá henni.“

Lovísa Hafsteinsdóttir, nemi í Fjölskylduráðgjöf EHÍ

„Kennarinn er með svo mikla þekkingu og reynslu í vinnu með stjúpfjölskyldum og það var svo gaman að hlusta á sögurnar hennar og hvernig hún rakti þróun vandans að hverju sinni“.

Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir

„Ég held að stúpblinda samfélagsins sé helst það sem getur verið hamlandi í starfi sem mínu. Ég er vön að ræða hluti eins og samskipti parsins og gagnkvæman stuðning eftir fæðingu, stuðning stórfjölskyldu við foreldra og aðlögun eldri systkina. Sé það gert án tillits til flókinna tengsla stjúpfjölskyldna getur það verið skaðlegt og jafnvel ýtt undir tilfinningu um útilokun ákveðinna fjölskyldumeðlima. Allt þetta þarf að nálgast á annan hátt en áður séu stjúptengsl til staðar“.

Björk Erlendsdóttir, náms- og starfsráðgjafi,  skólafélagsráðgjafi.

„Eftir að hafa setið námskeiðið sé ég meiri þörf á að auka fræðslu til samstarfsfólks um sérstöðu stjúpfjölskyldna. Nemendur geta verið að ganga í gegnum miklar breytingar t.d. vegna skilnaðar foreldra eða foreldris og stjúpforeldris, nýrra stjúptengsla , flutninga og búsetu á tveimur heimilum og ná oft ekki að  fylgja þeim fullorðnu eftir. Það getur því reynst erfitt að einbeita sér og haft áhrif á námsárangur, mætingar og stuðning að heiman. Stundum bætist líka við óöryggi fagfólks að vita ekki við hvern á að hafa samband og hvernig nýta má baklandið“.