Finna má upplýsingar um félagið á Feisbúkksíðu þess
____________________
Stofnfundur Félaga Stjúpfjölskyldna
Kæru fundargestir, til hamingju með þennan áfanga!
Stofnun Félags stjúpfjölskyldna er sögulegur viðburður í málefnum fjölskyldna á Íslandi. Þegar ég lít nánar í söguspegilinn rifjast það upp að líklega eru nú um 30 ár liðin síðan ég vann með fyrstu íslensku stjúpfjölskyldunni. Á þeim tíma var engin almenn fjölskylduráðgjöf í boði hér á landi og þetta var fólk, par um fertugt, sem sneri sér til mín inn á göngudeild Kleppsspítalans. Þau sneru sér ekki þangað af því að þau væru að fást við geðræna erfiðleika eða af því þau óttuðust að stefna geðheilsu sinni í hættu með því að stofna til stjúptengsla heldur af því að það var í fá önnur hús að venda og þeim var svo mikið í mun að vanda sig og standa vel að málum. Þau sögðust vilja nýta sér nútíma þekkingu um tjáskipti í fjölskyldum. Þau höfðu séð viðtal við mig í blaði þar sem ég ræddi um þetta þá alveg nýja hugtak í íslensku máli: tjáskipti. Það hafði vakið mikla kátínu hjá flestum, jafnvel svo að fólk sló sér á lær og kútveltist um af hlátri yfir þessu skoplega orði, hvort þetta hefði eitthvað með moss-kerfið að gera ? Skipti ! ! En aðrir stoppuðu við og tengdu það við góð og gild samskipti – og það höfðu þau gert. Annað sem mér er minnisstætt frá þessu upphafi er að það þurfti að finna út úr því hvort og þá hvernig ætti að skrá málið – því enginn var jú geðveikur, enginn sjúklingur – og engin var díagnósan!
Þetta par vildi fá aðstoð, en ekki síður leiðbeiningar og lesefni. Mig minnir þau hafi komið í tvö skipti og það þriðja nokkru seinna sem eftirfylgd. Það var líka nýtt hugtak á íslensku sem gantast var með og haft á orði hvort þetta væru einhvers konar eftirmálar eða hefði eitthvað með líkfylgd að gera !
Nokkrum árum seinna, fyrir 1980, þegar ég var í framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð í USA man ég að þessi reynsla mín af fyrstu stjúptengslaráðgjöfinni á Íslandi smellpassaði við áherslurnar þar í landi. Í náminu var okkur kennt að stjúpfjölskyldur ættu í fremur afmörkuðum, auðskilgreinanlegum vanda og nýttu sér vel hugræna nálgun og fræðslu. Stjúpfjölskyldur væru öðrum fjölskyldum samvinnufúsari. Meðferðarhorfur væru því mjög góðar og örfáir tímar gætu skilað góðum árangri. Með þetta hugarfar og talsvert af nýrri þekkingu í farteskinu var það talsverð eftirvænting að koma heim og hefjast handa, og en þar beið nokkuð annar veruleiki. Stjúpfjölskyldur voru vissulega til en þær voru ósýnilegar og ekki til umræðu.
Uppúr 1980 höfðum við nokkrir þerapistar í “geðgeiranum” þreyst á spítala- og sjúdómsmiðun í meðferðarstafinu og ákváðum að stofna ráðgjafarþjónustuna Tengsl, líklega með þeim fyrstu á Íslandi, til þess að geta boðið almenningi uppá fjölskyldufræðslu, ráðgjöf og meðferð. Liður í því skyldi vera að bjóða námskeið fyrir stjúpforeldra. Fyrsta námskeiðið var auglýst í Morgunblaðinu, líklega um 1985. Verður að segjast eins og er að það voru mikil vonbrigði þegar við áttuðum okkur á að þörfin var fyrir hendi en samt var námskeiðahald greinilega alls ekki tímabært. Viðbrögðin létu nefnilega ekki á sér standa því það hringdu nokkrir tugir, aðallega konur. Þær vildu fá upplýsingar og ábendingar, vildu ræða málin en aðeins í síma. Þær myndu etv. skrá sig síðar í námskeið, ef þær gætu komið einar ? Við höfðum hins vegar sett skilyrði um að parið kæmi saman, en ekki bara stjúpmæður. Á endanum fengum við tvö pör á samráðsfund ! Þau mættu, fyrst afar hikandi en svo opnuðust gáttirnar og enginn endir var á umræðuefnum og tjáningaþörf- við ætluðum hreinlega aldrei að losna við þau ! Hins vegar höfðu þau ekki hug á að taka þátt í stærri samtals- og fræðsluhópi að svo komnu máli. Hópstarf með stjúpfjölskyldum var ekki tímabært, en á þeim tíma höfðum við þegar góða reynslu af slíku starfi með foreldrum sem nýlega höfðu farið í gegnum skilnað. Árin liðu.
Í félagsráðgjafarnámi var frá upphafi áhersla á að kenna um stjúptengsl, hópstarf og fjölskyldufræðslu. Um 1990 var sá kennsluþáttur efldur, ekki síst meðferðarþátturinn. Á þessum tíma hafði skilnðartíðnin náð hámarki frá áttunda áratugnum og má segja að myndun stjúpfjölskyldna hafi þá verið eðlilegt framhald og fjölgun þeirra orðin áþreifanleg. Þannig varð sífellt algengara að stjúpfjölskyldur leituðu með sín mál á stofur, en lítið gekk að opna upp málin í samfélagsumræðunni. Fólk virtist enn ekki vilja gangast við “barninu”.
En svo kom að því að meðal áhugasamra nemanda í fjölskyldunámskeiðinu á 4.ári í félagsráðgjöf 1997 var nemandi sem sýndi málefnum stjúpfjölskyldna sérstakan áhuga og hreif hann fleiri með sér í vinnuhóp. Mér til óblandinnar ánægju vildi hann og félagar fá að vinna fræðsluefni og gera kynningarbækling fyrir stjúpfjölskyldur í staðinn fyrir hefðbundið rannsóknarverkefni. Hér var komin Valgerður Halldórsdóttir, tilbúin að taka við boltanum, bretta upp ermum og fylgja málum eftir. Hún hefur ekki látið deigann síga í þessu málefni síðan og loksins komst samfélagsumræða af stað. Þið sem eruð hér vitið framhaldið: vefurinn góði komst á laggirnar maí 2004 og nú félag ! Það sem einu sinni hefur verið opnað lokast ekki aftur. Nú getur þróunin aðeins orðið framávið í átt að meiri opnun, fordómum verði rutt úr vegi og stjúpfjölskyldur öðlist styrka stöðu meðal annarra, gamalla og nýrra fjölskyldugerða. Stjúpfjölskyldur hafa alltaf verið til og munu verða meðan menn byggja jörð
Það verður spennandi að vinna með Félagi stjúpfjölskyldna og ég óska þessu félaginu gæfu og gengis í öllu sínu starfi, parsamböndum og framtíð barna til heilla
Samþykktir Félags stjúpfjölskyldna
1. gr. Félagið er samtök og er heiti þess Félag Stjúpfjölskyldna, skammstafað FSF
- gr. Aðsetur þess og varnarþing er í Hafnarfirði en félagið starfar á landsvísu.
- gr. Tilgangur félagsins er að:
a) Vera vettvangur, einstaklinga og fjölskyldna í stjúptengslum, til að eiga samskipti sín á milli, veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
b) Styrkja uppeldisskilyrði barna í stjúptengslum.
c) Vera sýnilegt afl í samfélaginu og vekja athygli opinberra aðila sem og annarra á málefnum stjúpfjölskyldunnar með það markmið að styrkja hana og efla þekkingu og fræðslu um málefni hennar.
d) Beita sér fyrir því að gert sé ráð fyrir stjúpfjölskyldum í stefnumótun um fjölskyldumál og vinna að auknum réttindum fólks í stjúptengslum, þar með talið nauðsynlegum lagabreytingum ef ástæða þykir til.
e) Beita sér fyrir rannsóknum á málefnum stjúpfjölskyldna sem geta bæði verið unnar í nafni félagsins og/eða í samstarfi við aðra aðila.
- gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi:
a) Gefa t.d. út fréttabréf, halda fræðsluerindi, fundi, málþing og halda úti vefsíðu.
b) Halda námskeið og hafa stuðningshópa fyrir stjúpfjölskyldur, þá stjúpafa og stjúpömmur, stjúpmæður, stjúpfeður og fyrir kynforeldra og börn í stjúptengslum.
c) Eiga frumkvæði að eða taka þátt í rannsóknum og þróunarverkefnum er varða málefni stjúpfjölskyldunnar.
- gr. Stofnfélagar eru – sjá á heimsíðu www.stjuptengsl.is – breyting 26.11.2005 VH.
- gr. Fullgildir félagar eru allir þeir sem eru í stjúptengslum og velunnarar sem þess óska og greiða félagsgjald.
- gr. Stjórnin skal skipuð 5 mönnum sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður stjórnar skal kosinn sérstaklega og aðrir stjórnarmenn í einu lagi og skipta þeir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Einnig skulu kosnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og má ekki kjósa þá úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins. Leitast skal við að tryggja samfellu í starfi stjórnar með því að jafnan sitji hluti stjórnarmanna lengur en eitt ár í stjórn. Einungis félagsmenn eru kjörgengir til stjórnarkjörs. Daglega umsjón félagsins annast formaður eða framkvæmdastjóri sem er ráðinn af stjórn félagsins. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnarformanns. Kostnaður/greiðslur vegna stjórnarfunda skulu bornar undir félagsfund til samþykktar.
- gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í síðasta lagi fyrir lok nóvember ár hvert. Stjórn samtakanna skal boða til aðalfundar með minnst fjórtán daga fyrirvara, með auglýsingu í fréttabréfi, eða á annan tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Aukafund skal boða með minnst sjö daga fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði. Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi félagsins eiga allir félagsmenn sem hafa staðið skil á félagsgjaldi yfirstandandi félagsárs. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu nema um breytingar á samþykktum þessum samanber 12. gr. Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.
Starfstímabil félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Á aðalfundi skal leggja fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir síðasta starfsár ásamt ítarlegu yfirliti um fjáröflun og úthlutun fjár.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins.
3. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
4. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og afgreiðsla hans.
5. Breytingar á samþykktum þessum.
6. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og tveggja skoðunarmanna.
7. Ákvörðun um félagsgjald.
8. Önnur mál.
Heimilt er að breyta röð dagskrárliða á aðalfundi.
- gr. Stjórnin skal sjá til þess að haldnir séu reglulegir fundir fyrir félagsmenn a.m.k. á sex vikna fresti á tímabilinu september til maíloka. Miðað skal við að á hverju starfsári séu haldnir ekki færri en tveir opnir fræðslufundir eða málþing um málefni stjúpfjölskyldna. Stjórn stýrir félaginu í umboði aðalfundar í samræmi við samþykktir þessar. Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en fimm sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Halda skal gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir.
- gr. Árgjald félagsins er kr. 3000 og skal það innheimt í nóvember hvert ár.
Tekjur félagsins eru:
a) Félagsgjöld.
b) Styrkir.
c) Önnur fjáröflun.
- gr. Tillögur að félagsslitum má bera upp á aðalfundi og telst hún samþykkt ef 2/3 hlutar félagsmanna á aðalfundi greiða henni atkvæði tvö ár í röð. Ef félaginu er slitið skulu eignir þess renna til Félags einstæðra foreldra.
- gr. Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda fái breytingartillaga 2/3 hluta greiddra atkvæða. Með fundarboði til aðalfundar skal kynna tillögur að breytingum sem stjórn félagsins hyggst leggja fram. Aðrar tillögur skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
- gr. Þar sem ákvæði þessarra samþykkta segja ekki til um hvernig skuli með farið, skal hlíta ákvæðum laga er við geta átt.
Þannig samþykkt á stofnfundi Félags stjúpfjölskyldna, 24. nóvember 2005 og öðlast gildi þann sama dag.
Stofnfélagar Félags stjúpfjölskyldna eru:
- Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari, Flensborgarskóli og Dúkkulísa, Ölduslóð 20, 220 Hafnarfirði
- Aðalheiður Ploder, sérkennari, Bröttuhlíð 8, 810 Hveragerði
- Anna Lísa Ágústsdóttir, skrifstofumaður, Suðurgata 8, 230 Keflavík
- Anna Jóhannsdóttir, grunnskólakennari, Langsholtsvegi 108d, Reykjavík
- Anna Guðlaug Jóhannsdóttir, fiskverkakona og myndlistamaður, Eiðsvallagötu 1, 600 Akureyri
- Anna Rós Jensdóttir, fræðslu – og upplýsingafulltrúi ADHD samtakanna, Ásbúð 73, 210 Garðabæ
- Arney Einarsdóttir, HRM rannsóknir og ráðgjöf, Galtalind 9, Kópavogi
- Ágúst Ásgeirsson, stærðfræðikennari, Miðbraut 30, 170 Seltjarnarnesi,
- Árni Einarsson, Framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum, Skólabraut 8, 170 Seltjarnarnesi
- Ásdís Emilía Björvinsdóttir, sjúkraliði, Illugagötu 34, 900 Vestmannaeyjum
- Ástráður Karl Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Álagranda 8, 107 Reykjavík
- Bára Brynjólfsdóttir, lögfræðinemi, Holtagötu 1, 600 Akureyri
- Bylgja Scheving, félagsráðgjafi Kópavogi, Fannafold 134, 112 Reykjavík.
- Bryndís Eva Jónsdóttir, innanhússarkitekt, Hraunbrún 10, 200 Hafnarfirði
- Bryndís Snorradóttir, nemi í læknisfræði, Merkurgötu 14, 220 Hafnarfirði
- Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, Smyrlahrauni 40, 220 Hafnarfirði
- Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi MS, Bakkastöðum 31, 112 Reykjavík
- Björk Þorgeirsdóttir, framhaldsskólakennari, Kvennaskólinn, Vesturbergi 28, 111 Reykjavík
- Edda Einarsdóttir, bankastarfsmaður, Laxakvísl 17, Reykjavík
- Edda Stefanía Jónsdóttir, nemi, Merkurgötu 2b, 220 Hafnarfirði
- Edda Olgeirsdóttir, skrifstofumaður, Hamraborg Kópavogi
- Einar Halldór Halldórsson, afgreiðslumaður, Merkurgötu 2b, 220 Hafnarfirði
- Einar Már Magnússon, bifvélavirki, Laxahvísl 17, Reykjavík
- Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, netfréttamaður, Kirkjuvegi 5, 220 Hafnarfirði
- Elín Sveinsdóttir, dagskrárstjóri og útsendingastjóri frétta, Logafold 137, Reykjavík
- Elsa Inga Konráðsdóttir, félagsráðgjafanemi, Reynigrund 61, 220 Kópavogi
- Erla Kristinsdóttir, Hraunbrún 48, 220 Hafnarfirði
- Erla Símonardóttir, háskólanemi, Bakkastöðum 31, 112 Reykjavík
- Friðgeir Grímsson, jarðfræðingur, Eiðsmýri 22, 170 Seltjarnarnesi
- Guðrún Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, Miðbraut 10, 630 Hrísey
- Guðrún Ösp Theodordsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Daggarvöllum 4bm 221 Hafnarfirði
- Guðrún Sverrisdóttir, þjónustu- og sölustjóri, Hlunnavogi 15, 104 Reykjavík
- Halldór Valtýr Vilhjálmsson ,matreiðslumaður, Bólstaðrarhlíð 9, 105 Reykjavík
- Hallfríður Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri, Stórholti 47, 105 Reykjavík
- Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Kríuási 37, 221 Hafnarfirði
- Hjalti Björnsson, Dagskrárstjóri SÁÁ, Vogi Þinghólsbraut 37, 220 Kópavogi
- Hildigunnur Árnadóttir, Mánastíg 4, 220 Hafnarfirði
- Hildur Eiríksdóttur, Grashaga 9, 800 Selfossi
- Hlynur Arnórsson, sjómaður og háskólanemi, Háaleitisbraut 39, 108 Reykjavík
- Hólmfríður Jónsdóttir, veiðivörður Hofi, Arnarvatni 1, 660 Mývatssveit
- Hrefna Lind Borgþórsdóttir, sölufulltrúi, Ólafsgeisla 71, 113 Reykjavík
- Hrefna Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari, Klapparhlíð 22, 270 Mosfellsbæ.
- Hörður Halldórsson, matreiðslumaður, Arnarvatni1, 660 Mývatnssveit
- Inga Birna Jónsdóttir, afgreiðslustúlka, Löngumýri 42, 800 Selfossi
- Ingibjörg Stefánsdóttir, Mávanesi 24, 210 Garðabæ
- Ingvar Ólafsson, hugbúnaðarsérfræðingur og háskólanemi, Sæbólsbraut 24, 200 Kópavogi
- Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður, Barmahlíð 37, Reykjavík
- Jón Freyr Jóhannsson, aðjúnkt HR, Fagrahvammi 2b, 220 Hafnarfirði
- Jóna Guðrún Ólafsdóttir, félagsliði, Laufengi 15, 112 Reykjavík,
- Jónína Fjóla Gunnarsdóttir, nemi við KHÍ, Jörfabakka 20, 109 Reykjavík.
- Júlía Sæmundsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, Breiðvangi 1, 220 Hafnarfirði
- Katrín H. Baldursdóttir, kennslustjóri við Fjölbraut við Ármúla, Súlunesi 3, Garðabæ,
- Kolbrún Olgeirsdóttir, grunnskólakennari, Sæbólsbraut 24, 200 Kópavogi
- Kristinn Arnar Gunnarsson, verkstjóri, Eyjabakka 13, 109 Reykjavík
- Kristín Birgisdóttir, ritstjóri hjá bókaútgáfunni Sölku, Básabryggju 15, 110 Reykjavík
- Kristín Hannesdóttir, starfsmaður í heilbrigðisþjónustu, Kögurseli 5, 109 Reykjavík, .
- Kristín Þorsteinsdóttir, Grænumýri 28, 172 Seltjarnarnes
- Lára Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur, Týsgötu 1, 101 Reykjavík
- Lísbet Einarsdóttir, félags- og atvinnulífsfræðingur, Tunguvegi 96, 108 Reykjavík
- Lóa Jóhannsdóttir, nemi í Verslunarskóla Íslands, Frostafold 28, 112 Reykjavík
- Margrét Friðriksdóttir, prentsmiður Námsgagnastofnun, Holtabyggð 2, 220 Hafnarfirði
- Marín Björk Jónasdóttir, Uppeldis- og menntunarfræðingur / náms og starfsráðgjafi, Tungubakka 6, 109 Reykjavik
- Már Vilhjálmsson, rektor MS, Heiðargerði 78, 108 Reykjavík
- Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona, Engihlíð 2, Reykjavík
- Ólafur G. Gunnarssin, Ób ráðgjöf, Dalbrekku 4, 200 Kópavogi
- Ólafur Hreinn Jóhannesson, golfkennari, Hraunbrún 10, 220 Hafnarfirði
- Pétur Pétursson, prentari, Illugagötu 34, 900 Vestmannaeyjum.
- Rakel Sara Magnúsdóttir, námsmaður, Barmahlíð 37, Reykjavík
- Róbert Samúelsson, Meistaravellir 11, 107 Reykjavík
- Sigríður Svava O’Brien, háskólanemi, Arnarási 9, 210 Garðabæ
- Sigríður Birna Bragadóttir, félags, náms- og starfsráðgjafi, Hraunbæ 130, 110 Reykjavík
- Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, Digranesvegi 22, 200 Kópavogi
- Sigríður Þorsteinsdóttir, bókavörður, Bólstaðarhlíð 9, 105 Reykjavík
- Sigrún Júlíusdóttir, pófessor HÍ og félagsráðgjafi, Víðimeli 27, 107 Reykjavík
- Sigurður Þór Garðarsson, byggingatæknifræðingur, Tungubakka 6, 109 Reykjavík
- Sjöfn Jónsdóttir, listhönnuður og íþróttaþjálfari, Álfholti 48, 220 Hafnarfirði
- Stefán Már Jónsson, framkvæmdastjóri, Ólafsgeisla 71, 113 Reykjavik
- Steingerður Hreinsdóttir, atvinnuþróunarráðgjafi, Háaleitisbraut 39, 108 Reykjavík
- Steinunn Egilsdóttir, íslenskukennari, Bólstaðarhlíð 27, 105 Reykjavík
- Svandís Þórhallsdóttir, leikskólakennari, Kambahrauni 54, 810 Hveragerði
- Sveinbjörn Allansson, innkaupastjóri, Tunguvegi 96, 108 Reykjavík
- Sævar Örn Sævarsson, framkvæmdastjóri,
- Úlfar Daníelsson, grunnskólakennari, Áslandsskóli, Ölduslóð 20, 220 Hafnarfirði
- Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi, Merkurgötu 2b, 220 Hafnarfirði
- Valgerður Olgeirsdóttr, háskólanemi, Huldubraut , 200 Kópavogi
- Þorbjörg Júlíusdóttir, fulltrúi, Stuðlaseli 7, 109 Reykjavík
- Þorgrímur Björnsson, rafvirki, Vesturbergi 28, 111 Reykjavík
- Þór Jónsson, varafréttastjóri, Merkurgötu 2b, 220 Hafnarfirði
- Ævar Már Óskarsson, Merkurgötu 2b, 220 Hafnarfirði