Heima í stofu – Spjall um stjúptengsl

Hvernig væri að ræða heima í stofu  og spyrja almennra spurninga  um stjuptengsl , með þeim sem standa þér næst? Fá sjónarhorn hinna? Undir handleiðslu?

Lýsing

„Mér finnst eins og enginn skilji mig og það sé eitthvað að mér þegar ég reyni að ræða hlutina við mömmu eða vinkonur mínar sem eiga engin stjúpbörn.  Mikið vildi ég að þær, já og pabbi skildi mig betur. Ég veit ekki hvað ég má biða þau um og hvað ekki. Mamma býður mér bara í mat þegar stjúpbörnin eru ekki. Svo spurði hún mig, hvort þau pabbi ættu að gefa þeim afmælisgjafir? Þetta særir, eins og fjölskyldan mín sé ekki fullgildi“.

„Við vinkonurnar höfum verið að ræða okkar á milli um Siggu, en hún hefur verið að ströggla í nýja sambandinu með Fúsa.  Þau eru mjög fín tvö saman . Hún verður hinsvegar kvíðin tveimur dögum áður en börnin hans koma og vill að allir hittingar okkar vinkvenna séu þá vikuna sem þau eru.  Eins og hún sé á flótta.  Þetta eru fínir krakkar og við skiljum ekkert um hvað málið snýst. Mikið væri gott að geta hjálpað henni eitthvað, en hvernig vitum við ekki“.

„Ég er ekki viss hvernig ég á að vera við börn nýja tengdasonar míns. Þetta eru ágætir krakkar sem hann á, en ég þekki þau ekki neitt. Ég verð 60 ára í desember og ætlaði að bjóða  mínum  börnum og tengdabörnum ásamt barnabörnum  til Tenerife.  Þarf ég að bjóða þeim líka? Þau fóru með mömmu sinni til Spánar í sumar“.

„Ég er svo óviss hvað ég get beðið konuna mína um og hvað ekki varðandi mín börn,  sem eru hjá okkur aðra hvora viku. Ég  á nokkra félaga sem eru í svipuðum sporum og ég sjálfur. Það væri gaman að ræða við þá um þessi stjúptengsl“.

Já , það eru ýmiss konar aðstæður sem geta skapast og vel hægt að leysa, séu málin rædd á uppbyggilegan máta, stundum með aðstoð fagfólks. Fjölskyldur sem fá lítinn stuðning geta orðið illa starfhæfar undir álagi.  Alls konar auka álag er á stjúpfjölskyldum og þurfa þær stuðning eins og aðrar fjölskyldur. Rannsóknir sýna hinsvegar að pör í stjúpfjölskyldu fá minni  stuðning, frá sínum eigin fjölskyldum, en í öðrum fjölskyldugerðum. Stundum  þynnist baklandi og óvissa verður alls ráðandi. Það er ekki alltaf eins ljóst  og áður hver má biðja hvern um hvað.

  • Allar upplýsingar um framkvæmd, tíma og kostnað  má fá á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða í síma 6929101.