Stjúptengsl fyrir fagfólk – Innra líf stjúpfjölskyldunnar

kr. 58.000

Annar hluti námskeiðsraðarinnar „Stjúptengsl fyrir fagfólk“. 

Mikilvægt er að fagfólk sem vinnur með stjúpfjölskyldum í starfi sínu auki ekki óvart á streitu með þekkingarleysi í stað þess að draga úr henni.  

Áskoranir fagfólks eru margvíslegar þegar kemur að stjúptengslum og mikilvægt er að hafa í huga við þurfum að nálgast viðfangsefni hennar út frá ólíkum tengslum sem fólk á innan hennar og sem utan. Óvíst er að samkomulag sé um hver tilheyrir fjölskyldu hvers og eins eða hver búi á heimilinu. Námskeiðið er ætlað  þeim sem veita stjúpfjölskyldum ráðgjöf í sína starfi og lokið hafa „Stjúptengsl fyrir fagfólk- grunnur„.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Hvernig megi þétta gysir tengslanet margra stjúpfjölskyldna
 • Aðlögun barna í stjúpfjölskyldum
 • Líðan og viðfangsefni stjúpforeldra og foreldra
 • Umgengnisfyrirkomulag
 • Agamál og reglur í stjúpfjölskyldum
 • Fyrrverandi makar/barnsfaðir/barnsmóðir
 • L0ftun og tengslamyndun
 • Uppkomin börn og samskipti við barnabörn
 • Stjúp- , al – og hálfsystkini.

Ávinningur:

 • Þekkir sérstöðu (dynamik) stjúpfjölskyldna
 • Getur komið auga á algengar uppákomur í stjúpfjölskyldum og leiðbeint á uppbyggilegan máta
 • Eflt foreldrasamstarf milli heimila og inn á heimili
 • Meira öryggi í samstarfi við stjúpfjölskyldur og heimili
 • Þátttakendur í stjúptengslum hafa jafnframt sagt að námskeiðið gagnast bæði í einkalífi og starfi

Kennslufyrirkomulag:  fyrirlestur, umræður, myndband. Allir þátttakendur fá staðfestingu á þátttöku sinni. Hægt er að nýta námskeiðið upp í mat á sérfræðiréttindum.

Kennari: Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölsylduráðgjafi.

Fyrir hverja: félagsráðgjafa, sálfræðinga, kennara á öllum skólastigum, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa, ljósmæður,  lækna, iðjuþjálfa, presta, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, lögmenn, lögreglumenn,  sýslumenn, náms-og starfsráðgjafa, tómstundafulltrúa og aðra sem vinna með fjölskyldum.

Hvenær og klukkan hvað:  fimmtudag og föstudag frá  kl. 9.00-15.00  báða daga. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu nema ef næg þátttaka fæst er hægt að halda námskeiðið utan þess.  Ef vinnustaðir geta lagt til húsnæði leggst ekki aukakostnaður á vegna þess á landsbygginni. Alls 12 tímar