Stjúptengsl endurgerð fjölskyldusamskipta (5 ein) Fagfólk 27. október til 11. nóvember 2021

kr. 160.000

Fagfólk getur, þekki það ekki til sérstöðu stjúpfjölskyldna,  óvart alið á streitu í stað þess að draga úr henni.

Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu á málefnum stjúpfjölskyldna, áskorunum þeirra og sérstöðu. Fjallað verðum um stjúpfjölskyldur í ljósi innlendra og erlendra rannsókna sem og sögunnar, tölfræðilegra upplýsinga og lagalegra þátta. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig málefni stjúpfjölskyldna snerta störf  þátttakenda og áskornir fagmannsins.  Jafnframt er  fjallað um og æfð meðferðarvinna með stjúpfjölskyldum. Þá er athygli beint að stefnumótun og þjónustu við stjúpfjölskyldur.

Að loknu námskeiðinu hafa nemendur fengið breiðan og traustan undirbúning til að vinna að málefnum stjúpfjölskyldna. Einnig hafa þér öðlast þekkingu og skilning á málefninu til að geta lagt af mörkum í og milli stofnana og sviða. Þá hafa þeir hlotið færni til að veita upplýsingar og almennri ráðgjöf á sviðinu.

Hæfniviðmið:

 Að loknu námskeiðinu skal þátttakandinn:

 • geta unnið með og leiðbeint stjúpfjölskyldum með algengar uppákomur
 • þekkja helstu meðferðarnálganir í vinnu með stjúpfjölskyldum
 • þekkja til stöðu stjúpfjölskyldna og geta unnið að stefnumótun í málefnum þeirra á vinnustað
 • þekkja til innlendra sem og erlendra rannsókna um stjúpfjölskyldur
 • geta komið að fræðslu um stjúptengsl fyrir skólstæðinga og vinnustaði
 • geta lýst tölfræðilegum upplýsingum og lagalegum þáttum sem snerta stjúpfjölskyldur

Námsmat:

 • Ritgerð/skýrsla/stefnumótun tengt vinnustað viðkomandi  60%
 • Þátttaka og verklegar æfingar – skýrsla,  mat. 40%
  • Ítarlegri útfærsla verður birt síðar.

Námskeiðið samsvarar fimm einingum og munu þátttakendur frá staðfestingu á þátttöku sinni.  Kennari hefur kennt svipað námskeið en styttra við Félagsráðgjafadeild HÍ.  Hægt er að nýta námskeiðið upp í réttindi til sérfræðiviðurkenningar hjá sumum starfsstéttum.

Hvernær: 2021

 • 27. október kl. 13 til 17.00
 • 28. október  kl. 8.30 til 12.30 
 • 29. október kl. 8.30 til 12.30
 • 10. nóvember kl. 13.00 til 17.00 
 • 11. nóvember kl. 8.30 til 12.00 

Kennari: Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, sáttamaður og ritstjóri www.stjuptengsl.is og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu  . Sjá frekari upplýsingar hér.  

Alemennt verð 160.000 – snemmskráning 145.000 til 28. september 2021

Átt þú rétt á styrk?

 

Flokkur: Merkimiði: