Sterkari saman á 60 mínútum

kr. 4.000

Stjúpfjölskyldur eru algengar hér á landi. Þrátt fyrir margbreytileiki þeirra benda rannsóknir til að þær eigi ýmislegt sameignlegt.Fjallað er um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna s.s.

1) Að vera innan eða utan fjölskyldunnar – að upplifa sig útundan er algeng tilfinning í stjúpfjölskyldum bæði hjá börnum og fullorðum sem getur haft óheppileg áhrif á fjölskyldulífið sé ekki brugðist við á uppbyggilegan máta.
2) Finna þarf viðeigandi hlutverk fyrir stjúpforeldri – og takast á við breytt foreldrahlutverk
3) Nýjar hefðir og venjur – við erum fólk með ólíka sögu
4) Sorg og missir barna og fullorðinna – sem mikilvæg er að virða og koma auga á.
5) Fyrrverandi maki og foreldrasamvinna – hvernig samskiptum við fyrrverandi maka er háttað hefur mikil áhrif í stjúpfjölskyldum

Vegna fyrirspurna þarf engin að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill.

Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi, MA og sáttamaður

Námskeið er kennt með fjarfundabúnaðnum Zoom. Þátttakendur samþykkja að vera í mynd og óheimilt er að deila hlekknum sem þátttakendur fá sendan.  Gjaldið miðast við einn aðila.