Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Umgengnissamningar við skilnað

Gera þar ráð fyrir breytingum Flestir foreldrar vilja standa vel að skilnaði og hafa áhyggjur af hvaða áhrif hann muni hafa á velferð barna þeirra. Stundum blandast ágreiningur foreldra  um eignaskipti og önnur mál inn í samskipti þeirra sem síðan bitnar á börnunum.  Ekki er óalgengt að samskipti milli foreldra breytist þegar annar eða báðir aðilar eru komnir í ný sambönd.

 

Það er hinsvegar mikilvægt að aðgreina þessa þætti í sundur og stundum getur verið gagnlegt að fá aðstoð fagmanna við gerð umgengnissamninga. Við foreldrarinir erum oftast með okkar kröfur á hreinu en hvað með börnin?  Þau vilja fyrst og fremst góð samskipti foreldra og vita hvað verði um þau og hvernig líf þeirra verður.  Hjá Stjúptengsl er hægt að fá aðstoð við gerð umgengnissamninga.