Þjónusta - Viðtöl

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypist 15 mínútna símaráðgjöf fyrir félagsmenn sína sem hafa staðið skil á félagsgjaldinu 3000 kr. . Félagsmenn geta pantað viðtal á tímum. Síminn er 5880850 eða 6929101. Viðtal er pantað í gegnum
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA hjá Vensl - Stjúptengsl og aðjúnkt HÍ er með:
- Einstaklings, para - og fjölskylduráðgjöf- viðtalið kostar 15000 kr og er 70 mín. Viðtal sem ekki er bókað með sólarhrings fyrirvara þarf að greiða til helminga.
- Mörg stéttarfélög greiða niður viðtöl.
- Gerð foreldrasamninga - sem felur m.a. í sér gerð umgengnissamnings.
- Handleiðslu fyrir fagfólk
- Skypradgjof.og hringt er i númer 6929101.
Námskeið m.a.:
- Sjá jafnramt dagskrá hverju sinni hér
- Stjúpuhittingur - 6. vikna námskeið ætlað stjúpmæðrum
- Stjúpuhittingur - framhald er 4 vikna námskeið fyrir konur sem lokið hafa Stjúpuhittingi
- Léttara líf - eftir skilnað er 6 vikna námsleið ætlað fólki sem gengið hefur í gegnum skilnað/sambúðarslit
- Stjúptengsl fyrir fagfólk eins og félagsráðgjafa, sálfræðinga, kennara á öllum skólastigum, hjúkrunarfræðinga, sýslumenn, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, ljósmæður, lækna , presta, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, kennsluráðgjafa, lögfræðinga, tómstundafræðinga, íþróttaþjálfara, náms-og starfsráðgjafa og aðra sem vinna með fjölskyldum. Hægt er að sérsníða námskeið fyrir ákveðnar fagstéttir.
- Að samræma einkalíf og starf - með börn á fleiri en einu heimili er erindi fyrir vinnustaði
- Fræðsla/erindi um stjúptengsl og skilnaði fyrir almenning, félagasamtök, fagfólk, fyrirtæki og stofnanir.
- Aðstoðað er við gera umgengissamninga - foreldrasamninga við skilnað og koma á foreldrasamvinnu eftir skilnað.
- Panta verður þessi viðtöl eins og önnur.
- Heimafundir fyrir hópa s.s. eins og fyrir sauma – og hjónaklúbb
Algengt er að þegar óskað eftir að fyrirlestur eða kynning fari fram hjá þeim aðila sem óskar eftir þjónustunni, eins og í skólum, á vinnustöðum o.s.frv. Einnig er boðið upp á fyrirlestra í húsnæði sem Stjúptengsl notar fyrir ráðgjöf, fræðslu og hópastarf .
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og aðjúnkt við HÍ sér aðallega um ráðgjöf, fyrirlestra og námskeiðin og sáttamiðlun s. 6929101 /
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.