Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Mamma segir að mér megi ekki þykja vænt um þig

 

Ég er mjög ung stjúpmamma finnst mér. Ég kynntist manni rétt eftir tvítugsafmælið mitt og við fórum að hittast ... ég ætlaði nú samt aldrei að enda með honum, því að, ég meina, hann var fimm árum eldri en ég og átti barn og ég vissi það.

Nánar...

Að alast upp á tveimur heimilum

Að alast upp á tveimur getur verið snúið sem og að ala upp barn sem tilheyrir tveimur heimilum. Hvar,hver  og hvernig á að halda upp á afmæli barnsins, ferminguna eða jólin? Hvaða fyrirkomulag hentar best? 

Nánar...

10 pælingar - Númer 2

2. Unum því þótt allir í stjúpfjölskyldum elski ekki hver annan

  • Óraunhæft er að búast við að ást spretti af engu. Samvera  er forsenda þess að ást, væntumþykja, umhyggja og samstaða verði til. Ekkert er þó sjálfgefið í þessum efnum. Í stjúpfjölskyldum geta margvíslegir þættir haft áhrif, s.s. aldur barna. Því eldri sem börnin eru, þeim mun síður fella þau sig við breytingar. Misræmið á milli væntinga og raunveruleika er uppspretta ófullnægju og óhamingju. Þess vegna er hyggilegt að stilla væntingum í hóf og gera raunhæfar kröfur.
Nánar...

Maðurinn minn mismunar börnunum

Ég á eitt barn frá fyrra hjónabandi og 9 mánaða dóttur með núverandi manninum mínum sem hann fer með eins og “prinsessu”. Hún er eina barnið hans. Hann virðist lítið vilja vera með mínu barni og það er eins og að það sé fyrir honum. Í hvert sinn sem ég reyni að ræða þetta við hann finnst honum að eina lausnin sé að við skiljum. Hvað get ég gert til að halda fjölskyldunni saman?

Nánar...

Þú ert ekki pabbi minn

Þú ert ekki pabbi minn” Móðurinni sárnaði þessi athugasemd 15 ára dóttur sinnar. Hún vildi að sambýlismaður hennar gengi stúlkunni í föðurstað. Sjálfur hafði hann lítið velt því fyrir sér en reynt að verða við óskum konunnar, t.d. með því að setja stjúpdóttur sinni reglur um útivistartíma og hvetja hana til heimanáms. Reyndar fannst honum stjúpdóttir sín vera fremur erfið, þótt hann nefndi það sjaldnast.

Nánar...

10 pælingar - Númer 3

Látum kynforeldra annast agamál í byrjun

  • Foreldri ætti að sjá um agamál barna sinna í fyrstu eða þangað til tengsl hafa myndast við stjúpforeldri. Ólíklegt er að börn sjái ástæðu til að þýðast stjúpforeldri sem það hefur ekki tengst og öðlast virðingu fyrir. 
Nánar...

10 pælingar - Númer 1

Félag stjúpfjölskyldna hefur látið útbúa segla undir heitinu "10 PÆLINGAR"  fyrir stjúpfjölskyldur og mun þær birtast hér ein af annarri næstu daga. Á heimasíðunni er  fjallað nánar um hverja og eina pælingu. Hægt er að nálgast seglana á aðalfundi félagsins 30. maí kl. 17 á Sólon í Bankastræti eða með því að senda okkur póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   með viðeigandi upplýsingum.

Nánar...

Samskipti foreldra og barna í stjúpfjölskyldum

Skilnaði fylgja ýmsar breytingar bæði fyrir börn og fullorðna þ.á.m. breytast tengsl foreldara og barna. Það er ekki óalgengt að börn fái meiri ábyrgð á heimili og gagnvart yngri systkinum en í mörgum tilvikum fá þau líka meiri áhrif. Ákvarðanir sem áður voru teknar í samráði við maka eins og hvað eigi að vera í helgarmatinn eða gera í sumarfríinu eru nú teknar í samráði við börnin.

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 13 af 16

13

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti