Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Við erum á feisbúkk

Bókin "Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl" kom út í haust. inngang bókarinnar er að finna á  http://www.facebook.com/stjuptengsl.is Hægt er að panta bókina hjá http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=9ac1c9df-abe7-4b7e-9872-90bfb8f992a5

Í bókinni er reynt að bregða upp ólíkri sýn fölskyldumeðlima á algengar uppákomur og aðstæður í stjúpfjölskyldum. Fjölda dæma er að finna í hverjum kafla um sig til skýringar, sem jafnframt má nota til umræðna. Í lok hvers kafla eru punktar til íhugunar sem geta hjálpað fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á uppbyggilegan máta.
Þessir listar eru langt í frá tæmandi og óvíst að þeir gagnist öllum.

Nánar...

Af hverju námskeið fyrir stjúpfjölskyldur?

1.
Í íslenskri rannsókn kom fram að 94% svarenda töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur þ.e. 60% mikla þörf og 34% nokkra þörf.

Nánar...

Punktar um foreldrasamvinnu

Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda og að þeir geti átt í góðum samskiptum sín á milli eða amk. að þeir getum sýnt kurteisi. Flest höfum við eitthvað sem má bæta, við erum jú mannleg! Getum við t.d. verið jákvæðari, almennilegri og sveigjanlegri? Jafnvel hrósað okkar fyrrverandi og mökum þeirra fyrir eitthvað varðandi börnin? Með því að leyfa ekki prívatdeilum og skoðunum okkar á hinu foreldrinu og maka þeirra að trufla foreldarasamvinnuna höfum við hagsmuni barnanna að leiðarljósi og setjum þarfir þeirra í fyrsta sæti.

Nánar...

Dagur Stjúpfjölskyldna

5509691831_751b5cd5ae_mTil hamingju með daginn kæru stjúpfjölskyldur.

 Í dag er "Dagur Stjúpfjölskyldna". Á þessum degi árið 2005 var Félag stjúpfjölskyldna stofnað í Lögbergi í Háskóla Íslands. Dr. Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi flutti ávarp af því tilefni.

 

  Nánar...

Skilnaðir og stjúptengsl - myndband

Það er ánægjulegt að segja frá því að á annað hundrað nemendur hafa lokið námskeiðinu "Stjúptengsl, skilnaðir og endurgerð fjölskyldusamskipta" sem kenndur er í félagsráðgjafadeild HÍ. Hann er opinn fyrir öllum nemendum háskólans og eru um 90 nemendur skráðir á vorönn 2013  í áfangann,   Nemendur hafa fengið nokkuð frjálst val við gerð lokaverkefna. Myndband þeirra ...

Nánar...

Fæðing barns í stjúpfjölskyldu BA ritgerð

Ný BA ritgerð í félagsráðgjöf eftir þær  Særúnu Ómarsdóttur og Thelmu Rut Morthens sem ber heitði "Fæðing barns í Stjúpfjölskyldu" er að finna hér...

Jól í stjúpfjölskyldum - Pæling 10

Rætt var um jólin í stjúpfjölskyldum í lokaþættinum um  "10 Pælingar" í þættingum í Samfélagið í nærmynd.  

Hér má nálgst linkinn

Afar og ömmur í stjúpfjölskyldum

Skilnaður foreldra hefur áhrif á afa og ömmur. Í kjölfarið breytast oft samskiptin við barnabörnin. Algengt er að móðurforeldrar sjái meira af þeim en föðurforeldrar. Þó skiptir miklu máli fyrir líðan og öryggi barnanna að þau fái áfram að halda tengslum við báða afa sína og ömmur. Á umrótartímum, sem skilnaður er, geta þau verið mikilvægt skjól og stuðningur við börnin. Flestir samgleðjast börnum sínum, þegar þeir finna sér nýjan maka, en tilkoma hans getur haft áhrif á sambandið við barnabörnin.

 

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 9 af 16

9

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti