Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Gjafabréf - Stjúptengsl

Gjafabréf er gjöf  sem opnar dyr að gagnlegri og skemmtilegri fræðslu að viðtölum um stjúptengsl. Að þekkja helstu áskoranir stjúpfjölskyldna auðveldar foreldrum og stjúpforeldrum að takast á við nýjar og óvæntar uppákomur og bregðast við þeim á uppbyggilegn hátt - bæði börnum og fullorðnum til hagsbóta 

Nánar...

Aðfangadagur - verklagsreglur í umgengnismálum

Opið bréf til sýslumanna

Ágætu sýslumenn  Ég á tvö yndisleg stjúpbörn og tvö börn með manninum mínum. Heimilið okkar er að sjálfsögðu öllum börnunum galopið. Hvert og eitt er með sitt herbergi, skiptir engu hvort þau eru hjá okkur aðra hvora viku eða allt árið um kring. Nánar...

Örnámskeið fyrir stjúpfeður

Stjúpföðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á ððrum reynir verulega á. Óvissa um hvað "eigi og megi" t.d. þegar kemur að uppeldi stjúpbarna og samskipti við fyrrverandi maka sé hann til staðar. Sumir velta fyrir sér hvernig megi að tryggja góð tengsl við börn sín úr fyrra sambandi nýjum í stjúpfjölskyldum.

Nánar...

Glíma stjúpur við "fæðingarþunglyndi?

Erlendar rannsóknir benda til að stjúpmæður geta upplifað mikla streitu í uppeldishlutverki sínu og að þær séu vanmetnar bæði af öðrum fjölskyldumeðlimun þ.e. stjúpbörnum og maka, og samfélaginu í heild. Nánar...

Á lyfjum aðra hvora viku

Sífellt algengara er að upp komi mál þar sem foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns greini á um greiningar og lyfjagjöf barna sinna.

Nánar...

Skipt búseta með einu lögheimili er valkostur fyrir úrvalsdeildina

Foreldra barna sem eiga tvö heimili munu geta átt þess kost að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að semja um „skipta búsetu" barna sinna. Nánar...

Þú mátt ekki skamma mig - samband stjúpmæðra og dætra

Í nýlegri BA rannsókn í félagsráðgjöf komu fram vísbendingar um að neikvætt samband stjúpdætra og stjúpmæðra geti haft neikvæð áhrif á samband dætra við feður sína.  Nánar...

Fæðist barnið í "pabbavikunni?

Óhætt er að fullyrða að börn taka fréttum um væntanleg systkini misvel. Sum kæra sig ekki um neinar breytingar og kunna því vel að fá ein alla ást og athygli foreldra sinna á meðan önnur bíða spennt eftir að verða stóra systir eða stóri bróðir. Jafnvel þó spenningur sé fyrir hendi eru nokkuð góðar líkur á afbrýðisemi eldri systkina þegar barnið er fætt. Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 3 af 16

3

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti