Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Finna stjúpur meira fyrir skorti á stjórn á eign lífi en stjúpar?

Ætla má að ólíkar væntingar til hegðunar kynjanna hafi áhrif á viðhorf og hegðun stjúpforeldra.  Algengt er til að mynda að stjúpmæður telji sig skyldugar til að sinna foreldrahlutverkinu þegar hitt foreldrið er ekki til staðar, en ýmist draga sig út eða eru settar til hliðar þegar makinn/foreldrið er nálægt.

Nánar...

Aukahlutverk í lífi barna okkar?

Björg var brjáluð út í hann! Hvernig datt Svavari í hug að skilja Guðna son þeirra eftir hjá þessari svokallaðri „mágkonu“ hans? Björg þekkti hana ekki neitt og gat alveg haft hann sjálf. Þau höfðu aldrei fengið ókunnugt fólk til að passa krakkana þegar þau voru gift!

Nánar...

Systkinatengsl í stjúpfjölskyldum - reynsla nemenda

Er munur á að eignast al,- hálf- og/eða stjúpsystkini. Nemendur í áfanganum: Stjúpfjölskyldur, skilaður og endurgerð fjölskyldusamskipta veltu fyrir sér mismunandi systkinatengslum  og hvað er það sem hjálpaði þeim að tengjast hvert öðru? 

 

Nánar...

Hver á að borga hvað fyrir hvern í stjúpfjölskyldum

Texti: Björk Eiðsdóttir - Það mæðir ýmislegt á foreldrum sem búa sitt í hvoru lagi. Eitt algengt þrætuepli er hver skal bera kostnað af hinu og þessu er tengist barninu. Hver borgar fótboltann eða ballettinn og hvar eiga fötin að vera? Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og  ritstjóri vefsíðunnar stjuptengsl.is hefur víðtæka reynslu af þessum málum enda hefur hún alla sína ævi búið í einhverri tegund stjúpfjölskyldu.

Nánar...

Bætt samskipti, bætt ímynd - Netnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir og Guðrún Ísabella Þráinsdóttir, nemendur í Uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ fjalla hér um bandaríska netnámskeið „Skills for Stepfamilies“ sem finna má á heimasíðunni. Námskeiðið miðar að því að byggja upp jákvæð samskipti í stjúpfjölskyldum og bæta ímynd stjúpfjölskyldunnar. Greinin var unnin í námskeiðinu Málstofa: efsta á baugi og framtíðarsýn vorið 2011 

Nánar...

Myndræn framsetning

Sumir eiga erfitt með að átta sig á stjúptengslum. Það er þvi oft ágætt að sjá hlutina myndrænt. http://vimeo.com/20296772

Góð foreldrasamvinna skiptir máli fyrir námsárangur

Rannsóknir hafa sýnt fram á  mikilvægi góðrar samvinnu foreldra  fyrir barnið. Góð tengsl milli þeirra skila sér í betri líðan hjá börnum,  til að mynda ná þau að aðlagast betur félagslega og ná betri árangri í skóla (Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna R. Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir, 2008).

Nánar...

Börn í stjúpfjölskyldum þurfa samveru við foreldra

“Mér finnst leiðinlegast að ég fékk aldrei að vera ein með pabba, konan hans var alltaf með okkur!”

Börn geta orðið afbrýðissöm út í stjúpforeldra sína og fundist sér vera ýtt til hliðar ef ekki er lögð sérstök rækt við samband þeirra við kynforeldrana. Nýtt samband er ekki alltaf sama gleðiefnið fyrir þau og hið ástfangna par, einkum og sér í lagi ef það hefur í för með sér að draumurinn um að mamma og pabbi taki saman aftur fjarar út og verður að engu.

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 15 af 16

15

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti