Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Reynsla Stjúpfeðra - lokaverkefni frá 2010

Íris Halla Guðmundsdóttir skrifaði BA ritgerð árið 2010  í uppeldis- og menntunarfræðum  sem heitir Stjúpfeður: upplifun og reynsla stjúpfeðra í stjúpfjölskyldum. "Þessi ritgerð fjallar um eigindlega rannsókn á upplifun stjúpfeðra í stjúpfjölskyldum.

Nánar...

Það má prófa sig áfram í hlutverkinu

Algengt er að farið sé í sambúð án þess að rætt sé áður hvert eigi að vera hlutverk stjúpforeldrisins gagnvart stjúpbörnunum eða hvernig það geti tengst þeim.  Ástæðurnar geta verið margvíslegar.  Sumir telja það mjög líkt foreldrahlutverkinu og því engin ástæða til að ræða það sérstaklega og aðrir hafa bara ekki hugsað út í að þess þurfi og eru bara ástfangnir af maka sínum. 

Nánar...

Laskað traust

Hafi börn upplifað að „missa“ stjúpforeldra sem þeim þótti vænt um eða nokkur „sundur - saman“ sambönd hjá foreldrum og nýjum aðilum er óvíst að þau séu fús til að gefa nýjum aðila tækifæri til að tengjast sér – sem kann að fara eftir smá tíma. Það er mikilvægt að sýna viðbrögðum stjúpbarna skilning þegar viðleytni stjúpforeldra til að tengjast þeim er ekki vel tekið. Gera þarf ráð fyrir að það geti takið langan tíma að öðlast traust þeirra.  

Nánar...

Konan nennir ekki í frí með mér og dætrunum

Við hjónin rífumst um hvert eigi að fara í sumarfríinu. Mér fannst síðasta frí fínt en konan er ekki sammála. Henni finnst ég hafa notað allt sumarfríið til að sinna dætrum mínum af fyrra hjónabandi og nennir ekki aftur í slíkt frí. Hún virðist ekki skilja að stelpurnar hafa þörf fyrir mig og að ég hafi ekki haft mikinn tíma fyrir þær í vetur vegna vinnu. Verður hún ekki að gefa eftir?

Nánar...

Hlutverk stjúpmæðra - ný rannsókn

Í BA verkefni í félagsráðgjöf fjallar  Ólöf Lára Ágústsdóttir um hlutverk stjúpmæðra og þær væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem djúpviðtöl voru tekin við fimm stjúpmæður. Þátttakendur rannsóknar höfðu mislanga reynslu af stjúpmæðrahlutverkinu og upplifðu hlutverk sitt á mismunandi hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hlutverkið reynist erfitt og fer það eftir þátttöku maka og þrautsegju stjúpmæðranna sjálfra hvernig tekið er á þeim vandamálum sem upp koma.

Nánar...

Ólík tengsl innan stjúpfjölskyldunnrar

Tengslamyndun er flókið fyrirbæri og margt sem þarf að hafa í huga, en öll höfum við hæfileika til að mynda tengsl sem er manninum mikilvæg. Við eru tengdari foreldrum á annan hátt en vinum eða vinnfélögum en öll eru þau okkur mikilvæg á einn eða annan hátt, þó mismikið.Stjúptengsl geta verið margvísleg rétt eins og önnur tengsl. 

 

Nánar...

Öskubuskuævintýrið gæti hafa endað á annan hátt

Vanda þarf til fyrstu kynna og samverustunda stjúpforeldra og barna eigið að byggja upp gott samband. Það er ekki góð leið til þess að ætlast til þess að makinn taki að sér hlutverk fyrrverandi maka gagnvart barni án þess að tengsl hafi myndast.

 

Nánar...

Tæknileg samskipti

Tæknin býður upp á marga möguleika til að halda sambandi við foreldra, stjúpforeldra  börn og stjúpbörn séu fjarlægðir miklar og tími til samveru lítill.

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 14 af 16

14

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti